Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 19:34 Listaháskólinn opnar aftur á mánudag. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18