Eigandi skemmtistaða vill lengja opnunartímann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2020 12:55 Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur, telur að lengri opnunartími myndi minnka smithættu. Vísir/Vilhelm Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira