Þingmaðurinn Helgi Hrafn með kórónuveiruna Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 12:02 Helgi Hrafn er ekki fyrsti þingmaðurinn til að smitast af kórónaveirunni. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy hefur einnig fengið Covid-19. visir/hanna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18