Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 12:03 Icelandair hefur aflýst miklum fjölda flugferða eftir að sóttvarnareglur voru hertar við landamærin hinn 19. ágúst. Ef áhrifa kórónufaraldurins á flug gætir enn í ríkum mæli í lok næsta sumars er hugsanlegt að félagið nýti sér lánalínur með ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti á dögunum. Vísir/Vilhelm Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54
Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21