Gagnrýnir Þjóðleikhúsið fyrir einsleita auglýsingu og kallar eftir fjölbreyttari flóru Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 07:00 Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir ábyrgð listrænna stjórnenda mikla. Það sé nauðsynlegt að huga að því að sögur sem flestra fái að heyrast og að menningarlífið endurspegli fjölbreytileikann. Birta Rán Björgvinsdóttir Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“ Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“
Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira