Gagnrýnir Þjóðleikhúsið fyrir einsleita auglýsingu og kallar eftir fjölbreyttari flóru Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 07:00 Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir ábyrgð listrænna stjórnenda mikla. Það sé nauðsynlegt að huga að því að sögur sem flestra fái að heyrast og að menningarlífið endurspegli fjölbreytileikann. Birta Rán Björgvinsdóttir Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“ Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“
Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent