Nýr fjölnota þjóðarleikvangur á Suðurnesjum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. september 2020 06:00 Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun