Vill klára viðræður áður en samningar renna út Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. september 2020 20:30 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn. Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn.
Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira