Vill klára viðræður áður en samningar renna út Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. september 2020 20:30 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn. Kjaramál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn.
Kjaramál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira