Vill klára viðræður áður en samningar renna út Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. september 2020 20:30 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn. Kjaramál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast. Kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu í dag. Nefndin var skipuð í fyrra og í henni eiga sæti fulltrúar stjórnvalda og vinnumarkaðar. Drífa Snædal, foresti ASÍ, segir skýrsluna virðast vel unna og nógu trausta til að leggja til grundvallar í kjaraviðræðum. Hún vonast til þess að stytta megi kjaraviðræður með þessu nýja verkfæri. „Það er afskaplega tímafrekt í kjaraviðræðum að afla gagna um árangur síðustu samninga og hvaða hópar hafa notið þeirra kjarabóta sem um var samið. Þannig að þetta styttir okkur leið," segir Drífa. Drífa telur þessa fyrstu skýrslu einmitt sýna að markmið síðustu kjarasamninga hafi náðst. „Þeir hópar sem áttu að fá mest út úr þeim kjarasamingum eru sannarlega að gera það. Það er að segja að lægstu laun á markaðnum voru hækkuð," segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa félagsmenn ASÍ sem starfa hjá Reykjavíkurborg notið mestar kaupmáttaraukningar frá síðustu samningum, eða um sextán prósent. Um áttatíu prósent félagsmanna ASÍ sem starfa hjá borginni og sveitarfélögum eru með laun á bilinu 350 til 400 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson Ríkissáttasemjari segir kjaraviðræður taka að jafnaði skemmri tíma á Norðurlöndum, þar sem gögn sem þessi eru til staðar. Með þessu megi vonandi fækka fundum og stytta viðræður. „Tímabilið sem fer í viðræður er mjög langt á Íslandi. Í kringum þessa síðustu samningalotu hjá ríkissáttasemjara voru vel yfir fjögur hundruð fundir. Fyrir utan rúmlega eitt hundrað fundi sem við héldum án þess að málum hafi verið sérstaklega vísað til okkar. Þetta er gríðarleg vinna sem fer í fundina og vinnuna á milli þeirra og allir munu njóta góðs af því ef við getum gert þessa þetta markvissara," segir Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Hann vill stefna að því að viðræður séu almennt kláraðar áður en samningar renna út. „Það er æskilegt að samningur taki við af samningi. Á Íslandi gerist það hartnær aldrei en það er normið í löndunum í kringum okkur," segir Aðalsteinn.
Kjaramál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira