Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 13:30 Hvernig verður byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi skipað? vísir/vilhelm Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira