Denver-ævintýrið hélt áfram og ekkert verður því af einvígi LA-liðanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 07:30 Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets, fylgist með stjörnuleikmönnum sínum Nikola Jokic (15) og Jamal Murray (27) fagna sigri í nótt. AP/Mark J. Terrill Denver Nuggets vann þriðja leikinn í röð á móti Los Angeles Clippers í úrslitaleik NBA-deildarinnar í nótt og tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar á móti Los Angeles Lakers. Miami Heat vann Boston Celtics í framlengingu í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Denver dúóið Jamal Murray og Nikola Jokic áttu báðir súperleik í sannfærandi 104-89 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 40 stig og Nikola Jokic bauð upp á þrennu með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 22 fráköstum. Jamal Murray (@BeMore27) pours in 40 PTS (25 in 1st half) to help the @nuggets win Game 7 and advance to the Western Conference Finals! #Drop40DEN/LAL Game 1: Friday - 9pm/et, TNT pic.twitter.com/jrFpsd8bqM— NBA (@NBA) September 16, 2020 Denver Nuggets lenti 3-1 undir í einvíginu alveg eins og í seríunni á undan á móti Utah Jazz. Liðið er það fyrsta í sögu NBA sem vinnur tvö einvígi í sömu úrslitakeppninni eftir að lent 3-1 undir. Flestir voru farnir að telja niður í Los Angeles einvígi á milli Lakers og Clippers en ekkert verður að því. Ofurlið Los Angeles Clippers var sett saman fyrir þetta tímabil en strandaði á fyrstu hindrun. Los Angeles Clippers hefur aldrei komist í úrslit Vesturdeildarinnar og það breyttist ekki einu sinni þegar margir héldu að þeir væru með lið til að fara alla leið. Stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George voru langt frá sínu besta. Leonard hitti aðeins úr 6 af 22 skotum og skoraði bara 14 stig. George var með 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 16 skotum. Leonard og George kolféllu á prófinu í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu aðeins samtals fimm stig og klikkuðu á 16 af 18 skotum sínum utan af velli. Það má búast við því að þeir fái báðir að heyra það frá bandarískum spjallþáttarstjórnendum í dag. Nuggets liðið var reyndar tólf stigum undir í fyrri hálfleiknum og 54-61 undir þegar 10:50 voru eftir að þriðja leikhluta. Þá náði Denver 35-13 spretti og leit ekki til baka eftir það. Dragon drops 29!@Goran_Dragic's team-high 29 PTS lead the @MiamiHEAT to a 1-0 series lead with the OT win! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/nYqDXYfWak— NBA (@NBA) September 16, 2020 Miami Heat er komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar eftir 117-114 sigur í framlengdum fyrsta leik. Miami liðið hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum í úrslitakeppninni til þessa. Ein af stærstu stundum leiksins var í blálokin þegar Jayson Tatum ætlaði sér að troða boltanum í körfuna og jafna metin en Bam Adebayo varði frá honum skotið og tryggði sínu liði sigurinn. Boston Celtics komst þrettán stigum yfir í upphafi leiks og var fjórtán stigum yfir, 85-71, snemma í lokaleikhlutanum. Miami tókst að koma leiknum í framlengingu og hafa þar betur. More angles of Bam Adebayo's GAME-SAVING DENIAL for the @MiamiHEAT! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/yqEuERB87k— NBA (@NBA) September 16, 2020 Goran Dragic skoraði 29 stig fyrir Miami liðið, Jae Crowder var með 22 stig og Jimmy Butler skoraði 29 stig. Tyler Herro var nálægt þrennunni af bekknum en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jayson Tatum var með 30 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta en Marcus Smart skoraði næst mest með 26 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig. The top plays from the @nuggets 3 double-digit comebacks wins vs. LAC! #NBAPlayoffs #MileHighBasketball pic.twitter.com/dDJ7ykhbFB— NBA (@NBA) September 16, 2020 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Denver Nuggets vann þriðja leikinn í röð á móti Los Angeles Clippers í úrslitaleik NBA-deildarinnar í nótt og tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar á móti Los Angeles Lakers. Miami Heat vann Boston Celtics í framlengingu í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Denver dúóið Jamal Murray og Nikola Jokic áttu báðir súperleik í sannfærandi 104-89 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 40 stig og Nikola Jokic bauð upp á þrennu með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 22 fráköstum. Jamal Murray (@BeMore27) pours in 40 PTS (25 in 1st half) to help the @nuggets win Game 7 and advance to the Western Conference Finals! #Drop40DEN/LAL Game 1: Friday - 9pm/et, TNT pic.twitter.com/jrFpsd8bqM— NBA (@NBA) September 16, 2020 Denver Nuggets lenti 3-1 undir í einvíginu alveg eins og í seríunni á undan á móti Utah Jazz. Liðið er það fyrsta í sögu NBA sem vinnur tvö einvígi í sömu úrslitakeppninni eftir að lent 3-1 undir. Flestir voru farnir að telja niður í Los Angeles einvígi á milli Lakers og Clippers en ekkert verður að því. Ofurlið Los Angeles Clippers var sett saman fyrir þetta tímabil en strandaði á fyrstu hindrun. Los Angeles Clippers hefur aldrei komist í úrslit Vesturdeildarinnar og það breyttist ekki einu sinni þegar margir héldu að þeir væru með lið til að fara alla leið. Stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George voru langt frá sínu besta. Leonard hitti aðeins úr 6 af 22 skotum og skoraði bara 14 stig. George var með 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 16 skotum. Leonard og George kolféllu á prófinu í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu aðeins samtals fimm stig og klikkuðu á 16 af 18 skotum sínum utan af velli. Það má búast við því að þeir fái báðir að heyra það frá bandarískum spjallþáttarstjórnendum í dag. Nuggets liðið var reyndar tólf stigum undir í fyrri hálfleiknum og 54-61 undir þegar 10:50 voru eftir að þriðja leikhluta. Þá náði Denver 35-13 spretti og leit ekki til baka eftir það. Dragon drops 29!@Goran_Dragic's team-high 29 PTS lead the @MiamiHEAT to a 1-0 series lead with the OT win! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/nYqDXYfWak— NBA (@NBA) September 16, 2020 Miami Heat er komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar eftir 117-114 sigur í framlengdum fyrsta leik. Miami liðið hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum í úrslitakeppninni til þessa. Ein af stærstu stundum leiksins var í blálokin þegar Jayson Tatum ætlaði sér að troða boltanum í körfuna og jafna metin en Bam Adebayo varði frá honum skotið og tryggði sínu liði sigurinn. Boston Celtics komst þrettán stigum yfir í upphafi leiks og var fjórtán stigum yfir, 85-71, snemma í lokaleikhlutanum. Miami tókst að koma leiknum í framlengingu og hafa þar betur. More angles of Bam Adebayo's GAME-SAVING DENIAL for the @MiamiHEAT! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/yqEuERB87k— NBA (@NBA) September 16, 2020 Goran Dragic skoraði 29 stig fyrir Miami liðið, Jae Crowder var með 22 stig og Jimmy Butler skoraði 29 stig. Tyler Herro var nálægt þrennunni af bekknum en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jayson Tatum var með 30 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta en Marcus Smart skoraði næst mest með 26 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig. The top plays from the @nuggets 3 double-digit comebacks wins vs. LAC! #NBAPlayoffs #MileHighBasketball pic.twitter.com/dDJ7ykhbFB— NBA (@NBA) September 16, 2020
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum