Denver-ævintýrið hélt áfram og ekkert verður því af einvígi LA-liðanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 07:30 Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets, fylgist með stjörnuleikmönnum sínum Nikola Jokic (15) og Jamal Murray (27) fagna sigri í nótt. AP/Mark J. Terrill Denver Nuggets vann þriðja leikinn í röð á móti Los Angeles Clippers í úrslitaleik NBA-deildarinnar í nótt og tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar á móti Los Angeles Lakers. Miami Heat vann Boston Celtics í framlengingu í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Denver dúóið Jamal Murray og Nikola Jokic áttu báðir súperleik í sannfærandi 104-89 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 40 stig og Nikola Jokic bauð upp á þrennu með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 22 fráköstum. Jamal Murray (@BeMore27) pours in 40 PTS (25 in 1st half) to help the @nuggets win Game 7 and advance to the Western Conference Finals! #Drop40DEN/LAL Game 1: Friday - 9pm/et, TNT pic.twitter.com/jrFpsd8bqM— NBA (@NBA) September 16, 2020 Denver Nuggets lenti 3-1 undir í einvíginu alveg eins og í seríunni á undan á móti Utah Jazz. Liðið er það fyrsta í sögu NBA sem vinnur tvö einvígi í sömu úrslitakeppninni eftir að lent 3-1 undir. Flestir voru farnir að telja niður í Los Angeles einvígi á milli Lakers og Clippers en ekkert verður að því. Ofurlið Los Angeles Clippers var sett saman fyrir þetta tímabil en strandaði á fyrstu hindrun. Los Angeles Clippers hefur aldrei komist í úrslit Vesturdeildarinnar og það breyttist ekki einu sinni þegar margir héldu að þeir væru með lið til að fara alla leið. Stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George voru langt frá sínu besta. Leonard hitti aðeins úr 6 af 22 skotum og skoraði bara 14 stig. George var með 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 16 skotum. Leonard og George kolféllu á prófinu í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu aðeins samtals fimm stig og klikkuðu á 16 af 18 skotum sínum utan af velli. Það má búast við því að þeir fái báðir að heyra það frá bandarískum spjallþáttarstjórnendum í dag. Nuggets liðið var reyndar tólf stigum undir í fyrri hálfleiknum og 54-61 undir þegar 10:50 voru eftir að þriðja leikhluta. Þá náði Denver 35-13 spretti og leit ekki til baka eftir það. Dragon drops 29!@Goran_Dragic's team-high 29 PTS lead the @MiamiHEAT to a 1-0 series lead with the OT win! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/nYqDXYfWak— NBA (@NBA) September 16, 2020 Miami Heat er komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar eftir 117-114 sigur í framlengdum fyrsta leik. Miami liðið hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum í úrslitakeppninni til þessa. Ein af stærstu stundum leiksins var í blálokin þegar Jayson Tatum ætlaði sér að troða boltanum í körfuna og jafna metin en Bam Adebayo varði frá honum skotið og tryggði sínu liði sigurinn. Boston Celtics komst þrettán stigum yfir í upphafi leiks og var fjórtán stigum yfir, 85-71, snemma í lokaleikhlutanum. Miami tókst að koma leiknum í framlengingu og hafa þar betur. More angles of Bam Adebayo's GAME-SAVING DENIAL for the @MiamiHEAT! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/yqEuERB87k— NBA (@NBA) September 16, 2020 Goran Dragic skoraði 29 stig fyrir Miami liðið, Jae Crowder var með 22 stig og Jimmy Butler skoraði 29 stig. Tyler Herro var nálægt þrennunni af bekknum en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jayson Tatum var með 30 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta en Marcus Smart skoraði næst mest með 26 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig. The top plays from the @nuggets 3 double-digit comebacks wins vs. LAC! #NBAPlayoffs #MileHighBasketball pic.twitter.com/dDJ7ykhbFB— NBA (@NBA) September 16, 2020 NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Denver Nuggets vann þriðja leikinn í röð á móti Los Angeles Clippers í úrslitaleik NBA-deildarinnar í nótt og tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar á móti Los Angeles Lakers. Miami Heat vann Boston Celtics í framlengingu í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Denver dúóið Jamal Murray og Nikola Jokic áttu báðir súperleik í sannfærandi 104-89 sigri Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 40 stig og Nikola Jokic bauð upp á þrennu með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 22 fráköstum. Jamal Murray (@BeMore27) pours in 40 PTS (25 in 1st half) to help the @nuggets win Game 7 and advance to the Western Conference Finals! #Drop40DEN/LAL Game 1: Friday - 9pm/et, TNT pic.twitter.com/jrFpsd8bqM— NBA (@NBA) September 16, 2020 Denver Nuggets lenti 3-1 undir í einvíginu alveg eins og í seríunni á undan á móti Utah Jazz. Liðið er það fyrsta í sögu NBA sem vinnur tvö einvígi í sömu úrslitakeppninni eftir að lent 3-1 undir. Flestir voru farnir að telja niður í Los Angeles einvígi á milli Lakers og Clippers en ekkert verður að því. Ofurlið Los Angeles Clippers var sett saman fyrir þetta tímabil en strandaði á fyrstu hindrun. Los Angeles Clippers hefur aldrei komist í úrslit Vesturdeildarinnar og það breyttist ekki einu sinni þegar margir héldu að þeir væru með lið til að fara alla leið. Stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George voru langt frá sínu besta. Leonard hitti aðeins úr 6 af 22 skotum og skoraði bara 14 stig. George var með 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 16 skotum. Leonard og George kolféllu á prófinu í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu aðeins samtals fimm stig og klikkuðu á 16 af 18 skotum sínum utan af velli. Það má búast við því að þeir fái báðir að heyra það frá bandarískum spjallþáttarstjórnendum í dag. Nuggets liðið var reyndar tólf stigum undir í fyrri hálfleiknum og 54-61 undir þegar 10:50 voru eftir að þriðja leikhluta. Þá náði Denver 35-13 spretti og leit ekki til baka eftir það. Dragon drops 29!@Goran_Dragic's team-high 29 PTS lead the @MiamiHEAT to a 1-0 series lead with the OT win! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/nYqDXYfWak— NBA (@NBA) September 16, 2020 Miami Heat er komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar eftir 117-114 sigur í framlengdum fyrsta leik. Miami liðið hefur unnið 9 af 10 leikjum sínum í úrslitakeppninni til þessa. Ein af stærstu stundum leiksins var í blálokin þegar Jayson Tatum ætlaði sér að troða boltanum í körfuna og jafna metin en Bam Adebayo varði frá honum skotið og tryggði sínu liði sigurinn. Boston Celtics komst þrettán stigum yfir í upphafi leiks og var fjórtán stigum yfir, 85-71, snemma í lokaleikhlutanum. Miami tókst að koma leiknum í framlengingu og hafa þar betur. More angles of Bam Adebayo's GAME-SAVING DENIAL for the @MiamiHEAT! #NBAPlayoffs Game 2: Thurs. - 7pm/et, ESPN pic.twitter.com/yqEuERB87k— NBA (@NBA) September 16, 2020 Goran Dragic skoraði 29 stig fyrir Miami liðið, Jae Crowder var með 22 stig og Jimmy Butler skoraði 29 stig. Tyler Herro var nálægt þrennunni af bekknum en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jayson Tatum var með 30 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta en Marcus Smart skoraði næst mest með 26 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig. The top plays from the @nuggets 3 double-digit comebacks wins vs. LAC! #NBAPlayoffs #MileHighBasketball pic.twitter.com/dDJ7ykhbFB— NBA (@NBA) September 16, 2020
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira