Þrjátíu kíló farin hjá Fjallinu og hann er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er á ferðalagi um Evrópu en notar hvert tækifæri til að æfa hnefaleika. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira