Navalní sagður á batavegi Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 13:38 Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað handtekið Navalní fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Honum var meinað að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna saka sem hann segir að hafi átt sér pólitískar rætur. AP/Pavel Golovkin Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50