Navalní sagður á batavegi Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 13:38 Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað handtekið Navalní fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Honum var meinað að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna saka sem hann segir að hafi átt sér pólitískar rætur. AP/Pavel Golovkin Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu, að sögn AP-fréttastofunnar. Navalní hefur dvalið á sjúkrahúsi í Berlín frá 22. ágúst. Þangað var honum flogið eftir að hann veiktist hastarlega í flug frá Síberíu til Moskvu. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og kröfðust þess að fá að flytja hann til læknismeðferðar í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Navalní hefði verið byrlað nýtt afbrigði af sovéska taugaeitrinu novichok. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi gerst og krafist þess að fá upplýsingar frá þýskum yfirvöldum og jafnvel að fá að senda rannsakendur til Berlínar. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í dag niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með novichok. Það er sama eitrað og var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en ensk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir sig. Pútín segir óviðeigandi að saka hann um tilræðið Enn er óljóst hvort að Navalní hljóti fullan bata eftir eitrunina. Greint var frá því í síðustu viku að hann væri vaknaður úr dái en læknar hafa varað við því að þó að Navalní virðist á batavegi gæti hann glímt við langtímaafleiðingar. Reuters-fréttastofan segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi rætt við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í síma í dag og sagt þar að það væri „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Rússar hafa einnig borið af sér sakir af því að hafa eitrað fyrir Skrípal-feðginunum. Vestrænar leyniþjónustur telja að Pútín hafi skipað fyrir um að Skrípal, sem hann telur svikara, skyldi myrtur. Fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga Pútín hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður í um tveggja áratuga stjórnartíð forsetans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50