Eiður Smári: Þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín Smári Jökull Jónsson skrifar 13. september 2020 19:05 Eiður Smári Guðjohnsen vísir/skjáskot „Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20