Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Benedikt Grétarsson skrifar 11. september 2020 20:56 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/HAG Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. „Þetta er bara ekki þannig. Þetta er mjög jöfn deild og fyrstu leikirnir eru alltaf erfiðir. Það breytir engu hvernig gengi liðum er spáð fyrir mót og það sást kannski vel í gær hjá körlunum þegar nýliðarnir voru næstum búnir að vinna tvö hörkulið. Við erum fyrst og fremst ánægð með þessi tvö stig sem við fengum.“ Fram lék ekki vel gegn KA/Þór fyrir skömmu og umræðan eftir þann leik var ekkert að fara sérstaklega í okkar mann. „Mér finnst þetta alveg magnað. Við töpuðum fyrir KA/Þór en þá höfðum við ekki tapað handboltaleik síðan í september 2019. Svo töpum við leik og þá er allt í einu allt orðið ömurlegt samkvæmt ykkur sérfræðingunum. Það var bara gott að vinna hérna í kvöld.“ Hvað gladdi Stefán helst? „Ég er ánægðastur með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Við fáum á okkur tvö mörk fyrsta korterið en sömuleiðis klikkum við á fjölmörgum dauðafærum. Við hefðum átt að vera með stærri forystu í hálfleik en svo er HK bara grimmari og betri en við í seinni hálfleik. Ég þarf bara aðeins að skoða þetta en við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Stefán og bætti við, „Markvarslan var ekki góð heilt yfir en Katrín tók þrjá frábæra bolta hérna undir lokin og sennilega var það hennar frammistaða sem skilaði okkur þessum tveimur stigum,“ sagði Stefán að lokum. Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. „Þetta er bara ekki þannig. Þetta er mjög jöfn deild og fyrstu leikirnir eru alltaf erfiðir. Það breytir engu hvernig gengi liðum er spáð fyrir mót og það sást kannski vel í gær hjá körlunum þegar nýliðarnir voru næstum búnir að vinna tvö hörkulið. Við erum fyrst og fremst ánægð með þessi tvö stig sem við fengum.“ Fram lék ekki vel gegn KA/Þór fyrir skömmu og umræðan eftir þann leik var ekkert að fara sérstaklega í okkar mann. „Mér finnst þetta alveg magnað. Við töpuðum fyrir KA/Þór en þá höfðum við ekki tapað handboltaleik síðan í september 2019. Svo töpum við leik og þá er allt í einu allt orðið ömurlegt samkvæmt ykkur sérfræðingunum. Það var bara gott að vinna hérna í kvöld.“ Hvað gladdi Stefán helst? „Ég er ánægðastur með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Við fáum á okkur tvö mörk fyrsta korterið en sömuleiðis klikkum við á fjölmörgum dauðafærum. Við hefðum átt að vera með stærri forystu í hálfleik en svo er HK bara grimmari og betri en við í seinni hálfleik. Ég þarf bara aðeins að skoða þetta en við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Stefán og bætti við, „Markvarslan var ekki góð heilt yfir en Katrín tók þrjá frábæra bolta hérna undir lokin og sennilega var það hennar frammistaða sem skilaði okkur þessum tveimur stigum,“ sagði Stefán að lokum.
Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira