Staða barna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 21:31 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að félagsleg staða barna af erlendum uppruna sem dvelja í athvarfinu slæma. vísir/Sigurjón Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa. Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa.
Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira