Skoska leiðin tekur flugið Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 11. september 2020 11:30 Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar