Gunnar Magnússon: Þurfum að púsla okkur saman upp á nýtt Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. september 2020 21:44 Gunnar Magnússon er orðinn þjálfari Aftureldingar. VÍSIR/DANÍEL „Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00