Fótbolti

Aron fékk óvænta gjöf og skoraði laglega | Ísak með sjöttu stoðsendinguna

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Jóhannsson fagnar marki fyrir Hammarby.
Aron Jóhannsson fagnar marki fyrir Hammarby. vísir/getty

Aron Jóhannsson skoraði laglegt mark fyrir Hammarby og hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp sjötta markið á leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Aron þakkaði fyrir sig eftir „gjöf“ frá Giannis Anestis, markverði IFK Gautaborgar, sem sendi boltann frá marki og beint á Aron. Hann skoraði með afar laglegri vippu eins og sjá má hér að neðan, og Hammarby vann leikinn 4-0. Muamer Tankovic skoraði þrennu.

Ísak lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Norrköping í 2-2 jafntefli við Östersund. Hann hefur nú átt sex stoðsendingar á leiktíðinni og aðeins Sead Haksabanovic, liðsfélagi hans, er ofar í þeim efnum í deildinni.

Norrköping er með 29 stig í 5. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Malmö sem tapaði óvænt 3-2 gegn Örebro í kvöld. Hammarby er með 28 stig í 7. sæti.

Landsliðsmarkvörðurinn Patrik Gunnarsson er svo kominn til liðs við Viborg í dönsku 1. deildinni en hann var á varamannabekknum hjá liðinu í kvöld, í 1-1 jafntefli við Hobro á útivelli í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×