Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2020 20:00 Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. VÍSIR/VILHELM Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira