Drusla Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 10. september 2020 08:00 Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar