Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira