Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 18:31 Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira