Innlent

Bein útsending: Skoska leiðin kynnt til leiks

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.
Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Páll

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar á í dag klukkan eitt, þar sem kynna á skosku leiðina svokölluðu, sem mun reyndar fá nýtt nafn frá og með deginum í dag.

Fundurinn verður haldinn í flugstöðvarhúsinu á Egilsstaðaflugvelli og í boði til blaðamanna á fundinn segir að þar eigi að kynna „nýjung, sem mun gefa íbúum á landsbyggðinni sem búa fjarri höfuðborginni kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar,“ frá og með deginum í dag.

Verkefnið hefur gengið undir vinnuheitinu skoska leiðin, eftir kerfi sem Skotar hafa byggt upp í samstarfi ríkis og flugfélag. Lagt hefur verið til grundvallar að íbúar á landsbyggðinni sem búa í meiri en 275 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni fá endurgreiddan hluta fargjalds af ferð sinni til og frá Reykjavíkur.

Reikna má með að Sigurður Ingi kynni nánari útfærslu leiðarinnar, og nýtt nafn hennar, á blaðamannafundinum, sem horfa má á í beinni útsendingu hér að neðan. Athugið að mögulega þarf að endurhlaða fréttinni til þess að spilarinn birtist.


Tengdar fréttir

Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust

Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×