Heilbrigðisþjónusta í heimsfaraldri Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 11:30 Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar