Brutu ekki jafnréttislög með því að neita karlmanni um brasilískt vax Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 07:45 Brasilíska vaxið var aðeins í boði fyrir konur. Vísir/getty Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira