Brutu ekki jafnréttislög með því að neita karlmanni um brasilískt vax Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 07:45 Brasilíska vaxið var aðeins í boði fyrir konur. Vísir/getty Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira