Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 15:56 Breska pressan sýnir málinu mikinn áhuga og voru fréttamenn fyrir utan Hótel Sögu eftir hádegið. Vísir/BirgirO Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir hvor fyrir sig greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. Um hámarksrefsingu er að ræða fyrir slíkt brot en upphæðina mætti kalla klink fyrir ensku knattspyrnukappana. Greenwood og Foden fengu tvær ungar íslenskar konur í heimsókn á Hótel Sögu þar sem landsliðshópurinn dvaldi á meðan á Íslandsdvölinni stóð. Konurnar sýndu vinkonum sínum frá ævintýrum sínum á Snapchat og hafa myndböndin farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Má þarf nefna upptöku af spjalli kvennanna við Foden, upptöku af leikmönnunum uppi á herbergi og stelpurnar sína mynd sem Foden sendi þeim af sér í góðu stuði. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsóknarlögreglumenn séu á leið til að ræða við leikmennina. Leikmennirnir hafi þannig lagað gengist við brotinu og vilja greiða sektina. Allt þurfi að fara sína formlegu leið. Hann reiknaði með því að málið yrði frágengið á fimmta tímanum. Hlutur ungu kvennanna sem heimsóttu þá Greenwood og Foden er til skoðunar segir Guðmundur Pétur. Ekki hefur gefist tími til að ræða við þær líka en það stendur til að sögn Guðmundar. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir hvor fyrir sig greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. Um hámarksrefsingu er að ræða fyrir slíkt brot en upphæðina mætti kalla klink fyrir ensku knattspyrnukappana. Greenwood og Foden fengu tvær ungar íslenskar konur í heimsókn á Hótel Sögu þar sem landsliðshópurinn dvaldi á meðan á Íslandsdvölinni stóð. Konurnar sýndu vinkonum sínum frá ævintýrum sínum á Snapchat og hafa myndböndin farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Má þarf nefna upptöku af spjalli kvennanna við Foden, upptöku af leikmönnunum uppi á herbergi og stelpurnar sína mynd sem Foden sendi þeim af sér í góðu stuði. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsóknarlögreglumenn séu á leið til að ræða við leikmennina. Leikmennirnir hafi þannig lagað gengist við brotinu og vilja greiða sektina. Allt þurfi að fara sína formlegu leið. Hann reiknaði með því að málið yrði frágengið á fimmta tímanum. Hlutur ungu kvennanna sem heimsóttu þá Greenwood og Foden er til skoðunar segir Guðmundur Pétur. Ekki hefur gefist tími til að ræða við þær líka en það stendur til að sögn Guðmundar. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira