Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2020 15:22 Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu. Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu.
Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira