Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 10:47 Ein af verslununum sem umræðir. Mynd/LIFVS Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim. Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim.
Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“