Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 22:48 Paul Rusesabagina og Don Cheadle sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hótel Rúanda. Getty/Sean Gallup Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Fjölskylda Paul Rusesabagina segir honum hafa verið rænt í Dubai og hann fluttur til Rúanda þar sem hann var handtekinn. Rusesabagina hefur verið útlægur frá landi sínu frá því eftir þjóðarmorðin en hann var í liðinni viku ítrekað færður fyrir fréttafólk í handjárnum þar sem af honum voru teknar myndir og myndskeið. Paul Kagame, forseti Rúanda, segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt.EPA-EFE/Daniel Irungu Kagame segir Rusesabagina ekki hafa verið rænt, eins og fjölskylda hans heldur fram, heldur hafi hann snúið aftur sjálfviljugur. Rusesabagina hafi ekki verið mismunað eða hann beittur neinu ranglæti í ferlinu. Frænka Rusesabagina, sem hann ættleiddi og ól upp sem dóttur, segir hins vegar ólíklegt að hann hafi sjálfur farið til Rúanda. Hann hafi verði á fundum í Dubai en hafi svo allt í einu verið kominn til Rúanda þar sem hann var í járnum. „Ég veit ekki hvernig hann komst til Rúanda,“ sagði hún í samtali við fréttastofu AFP. „Ég veit hins vegar að hann hefði aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, vegna þess að hann veit að í Rúanda vilja þau sjá hann deyja.“ Segja björgunaraðgerðir Rusesabagina stórlega ýktar Rusesabagina hefur verið ásakaður um að hafa stutt uppreisnarmenn í Rúanda í áraraðir, til dæmis með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndin Hotel Rwanda, sem gefin var út árið 2004, er byggð á störfum Rusesabagina á meðan á borgarastyrjöldinni stóð árið 1994. Hann starfaði þá sem hótelstjóri. Rusesabagina er af ætt Hútúa en hann bjargaði hundruðum Tútsa frá vígasveitum Hútúa sem myrtu um 800 þúsund Tútsa í átökunum. Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita Rusesabagina orðuna.EPA/SHAWN THEW Þjóðarmorðið stóð yfir á meðan öfgahópur Hútúa var við stjórn, í um hundrað daga, en þeim var steypt af valdastóli af Kagame og Rwandan Patriotic Front, sem samanstendur að mestu leiti af Tútsum. Í dag segja yfirvöld í Rúanda að hlutverk Rusesabagina í átökunum, sem er 66 ára gamall, hafa verið ýkt gífurlega í kvikmyndinni. Hann hefur hins vegar fengið alþjóðlegt lof, hlotið fjölda mannréttindaverðlauna, þar á meðal Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005.
Rúanda Hollywood Tengdar fréttir Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. 31. ágúst 2020 21:05