Innlent

Til­kynntur vegna gruns um annað brot í skamm­tíma­vistuninni

Sylvía Hall skrifar
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna málsins.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Grunur vaknaði um að tæplega fimmtugur karlmaður, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu í vikunni, hafi einnig brotið gegn öðrum einstaklingi í skammtímavistuninni á Holtavegi. Málið var tilkynnt til lögreglu en látið niður falla.

RÚV greinir frá þessu en þar segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sem heldur utan um skammtímavistanir á vegum borgarinnar, að málið hafi komið upp eftir að aðstandendur voru beðnir um að hafa samband við lögreglu ef grunur léki á um að starfsmaður hefði brotið gegn einhverjum öðrum sem sótti skammtímavistunina. Foreldri annars barns hafi þá stigið fram og tilkynnt brot til lögreglu.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér tilkynningu í dag vegna málsins. Þar kom fram að verkferlum hefði verið breytt vegna málsins og kynjaskipting hefði verið tekin upp.

„Allir aðstandendur þeirra sem dvöldu á Holtavegi á þeim tíma sem grunur vaknaði um brot voru upplýstir um málið og þeir hvattir til að hafa samband við lögreglu ef þeir hefðu minnsta grun um að eitthvað hefði komið fyrir þeirra barn eða ungmenni í skammtímavistuninni,“ sagði í tilkynningunni.

Maðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna brotsins. Hann hafði misnotað aðstöðu sína og meðal annars skipað ungri konu sem dvaldi í skammtímavistuninni að fara í sturtu. Þar hafði hann þvegið henni á brjóstum og kynfærum, en hún hafði aldrei þurft aðstoð við slíkt.

Rætt var við móður konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári vegna málsins. Viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×