„Hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 17:31 Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2 Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2
Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57