Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:01 Gerðardómur taldi í greinargerð sinni vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetnir í launum. Stjórn Fíh harmar að ekki hafi verið tekið frekara mið af þeim rökum í niðurstöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira
Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún harmar að gerðardómur hafi ekki leiðrétt laun hjúkrunarfræðinga. Greinargerð og niðurstaða gerðardóms sem var skipaður vegna kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins var gerð opinber í gær. Niðurstaðan var að ríkið skuli leggja Landspítalanum til 900 milljónir króna og öðrum heilbrigðisstofnunum 200 milljónir króna til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Samningar hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir frá því í lok mars í fyrra. Í ályktun stjórnar Fíh í dag lýsir hún vonbrigðum með niðurstöðuna. Hún taki ekki mið af rökum sem koma fram í greinargerð sem stjórnin telur að hefði mátt nýta til þess að bæta launasetningu hjúkrunarfræðinga og hækka laun þeirra umtalsvert. Í greinargerðinni kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að hjúkrunarfræðingar væru vanmetin kvennastétt í launum og þeim væru ekki greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Með því að láta ríkið veita heilbrigðisstofunum sem hjúkrunarfræðingar starfa fyrir fjármagn til endurskoðunar á stofnanasamningum telur stjórn Fíh að gerðardómur hafi „ýtt verkefninu til baka í nærumhverfið á stofnunum“. Fjármunirnir muni deilast á nærri 2.700 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og telur stjórn Fíh þá ekki duga til þess að leiðrétta laun vanmetinnar kvennastéttar til samræmis við aðrar viðmiðunarstéttir eða tryggja að hjúkrunarfræðingar fái laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Stór hluti af fjármagninu sé auk þess þegar bundinn í að tryggja þau sértæku úrræði sem einstaka stofnanir hafa gripið til síðustu ár. „Mun meira hefði þurft til og harmar stjórn Fíh að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir í ályktun stjórnarinnar.
Heilbrigðismál Kjaramál Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53 Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira
Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. 1. september 2020 18:53
Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59