Blóðug slagsmál á Olísstöðinni á Sigló Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2020 16:52 Þegar lögreglu bar að garði var mesti atgangurinn búinn. Slagsmálahundunum var fylgt til skips en þar með var ekki sagan öll. Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes. Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes.
Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira