Kári svarar Herði og spyr hverju hann hafi átt að hóta ríkisstjórninni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 08:49 Frá því fyrr í sumar eftir að Kári Stefánsson fór á fund ráðherra. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent