Kári svarar Herði og spyr hverju hann hafi átt að hóta ríkisstjórninni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 08:49 Frá því fyrr í sumar eftir að Kári Stefánsson fór á fund ráðherra. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira