Sport

Dagskráin í dag: Upphitun fyrir Þjóðadeildina og fallbrátta í Lengjudeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leiknir er deildarmeistari í 2. deild karla
Leiknir er deildarmeistari í 2. deild karla mynd/facebook-síða leiknis

Það er lítið um að vera í dag miðað við venjulega en við sýnum þó einn leik í beinn útsendingu ásamt því að hitað verður uppf fyrir komandi leiki íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni.

Við hitum upp fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni en íslenska karla landsliðsið í fótbolta mætir því enska á Laugardalsvelli þann 5. september. Þátturinn hefst klukkan 19:00.

Síðar um kvöldið sýnum við fallbaráttuslag Þróttar Reykjavíkur og Leiknis Fásrúðsfjarðar í Lengjudeildinni í fótbolta. Takist Þrótti að vinna leikinn kæmust þeir upp úr fallsæti á kostnað Leiknis. 

Leiknir situr sem stendur í 10. sæti með tíu stig eftir 12 umferðir á meðan Þróttur er aðeins með sjö stig.

Sannkallaður sex stiga leikur í Laugardalnum.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×