Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 11:01 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43
Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47