Feðgar syntu í Brimkatli, annar í jakkafötum og hinn í sundskýlu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2020 13:40 Feðgarnir Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Árnason úr Hafnarfirði, sem skelltu sér nýlega til sunds í Brimkatli á Reykjanesi. Guðmundur var í sundskýlunni sinni en Gunnar synti í jakkafötum og skóm. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Brimketill er sérstakt náttúrufyrirbæri á Reykjanesi sem margir hafa skoðað í sumar. Um er að ræða laug í sjávarborðinu sem minnir helst á stóran heitan pott nema að því leyti að vatnið er ísskalt. Feðgar syntu nýlega í pottinum, sonurinn synti í sundskýlu en pabbinn var í jakkafötum með bindi og í skóm. Brimketill er vestast í Staðarbergi. Sjórinn úr Norður Atlantshafinu skellur á briminu. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft en talið er að það hafi runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210 til 1240. Eitthvað er um að fólk stingi sér til sunds í Brimkatlinum, það gerðu allavega feðgar úr Hafnarfirði nýlega. Pabbinn synti í jakkafötum og sonurinn lét sundbuxur duga. „Pabbi dró mig hingað, við ákváðum að synda hérna og kæla okkur aðeins niður í sólinni. Við erum búnir að vera að skoða Ísland, ferðast um landið, því landið hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Við höfum verið að rýna þetta svolítið nánar í þessu ástandi og þetta er bara ein upplifunin, sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Guðmundur Gunnarsson háskólanemi og sundkappi. Brimketill minnir helst á stóran pott en margir hafa lagt leið sína í sumar að katlinum til að skoða þetta sérstaka náttúrufyrirbæri á Reykjanesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er líka íslenskt sport að kæla sig, baða sig í köldu vatni. Þetta er algjör gimsteinn og ekki eins kalt og maður heldur en vel kalt samt,“ segir Gunnar Árnason, sem starfar við arkitektúr en hann ákvað að synda fullklæddur í jakkafötum með bindi og í skóm í pottinum. „Já, maður ber virðingu fyrir landinu og staðnum og þá mætir maður svona. Maður er af þeirri kynslóð. Þá hefur maður sig til, það er eitthvað annað en unga fólkið,“ segir Gunnar og hlær. En mæla feðgarnir með því að fólk mæti á Reykjanesið til að skoða Brimketil? „Já, ekki spurning. En bara þegar það er fjara, ekki koma hingað þegar það er flóð. Þetta er náttúrulega varasamt þegar sjávarstaðan er hærri og það er mikilvægt að það komi fram. Það þarf að vera lág sjávarstaða,“ segir Guðmundur.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sjósund Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira