Að vaxa út úr kreppu Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:00 Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun