Að vaxa út úr kreppu Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:00 Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun