Lífið

Gaga, Grande og BTS áttu MTV VMA hátíðina í ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ariana Grande og Lady Gaga fengu flest verðlaun á MTV VMA hátíðinni.
Ariana Grande og Lady Gaga fengu flest verðlaun á MTV VMA hátíðinni. Getty/ Kevin Winter

Líkt og nánast allt annað árið 2020, var MTV VMA hátíðin í ár óvenjuleg. Í gær var verðlaunað allt það besta í tónlist og Lady Gaga vann flest verðlaun. Á hátíðinni voru nýjungar vegna heimsfaraldursins og var verðlaunað fyrir besta flutning í sóttkví og besta tónlistarmyndbandið sem tekið var upp heima.

Gaga átti magnað kvöld með mikið af búningaskiptum eins og henni einni er lagið. Hún vann meðal annars verðlaunin Listamaður ársins og nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja til grímunotkunar og sást sjálf aldrei á hátíðinni án þess að vera með grímu eða annað fyrir andlitinu.

Arianna Grande átti líka gott kvöld og vann fjögur verðlaun og svo fluttu þær saman lagið Rain on Me í fyrsta skipti opinberlega. Báðar voru þær með grímu á sviðinu en þær unnu verðlaunin Lag ársins og Besta samstarfið í gær fyrir þetta lag. Hér fyrir neðan má sjá flutninginn, en Lady Gaga flutti nokkur lög af plötunni Chromatica, á hátíðinni í gær.

BTS átti stórkostlegt kvöld en strákarnir fengu þrenn verðlaun og fluttu svo lagið Dynamite í beinni frá Suður-Kóreu við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir voru meðal annars verðlaunaðir fyrir að vera bestir í poppi og virðast einfaldlega óstöðvandi. 

The Weeknd vann tvisvar í gær og í þakkarræðum sínum talaði hann um réttlæti fyrir Jacob Blake og Breonnu Taylor, sem bæði voru skotin af lögreglu í Bandaríkjunum.

Söngkonan Taylor Swift komst svo í sögubækurnar og var fyrsti kvenkyns sólólistamaðurinn til að vinna verðlaun fyrir bestu leikstjórn á myndbandi. The Man er fyrsta myndbandið sem söngkonan leikstýrir sjálf og mun hún eflaust gera meira af því.

Sönkonan Miley Cyrus flutti Midnight sky og endaði þar á stórri diskókúlu sem þótti minna á lagið Wrecking Ball sem kom út fyrir sjö árum síðan.

Hér fyrir neðan má sjá helstu verðlaun kvöldsins.

Myndband ársins

  • Billie Eilish – "Everything I Wanted”
  • Eminem ft. Juice WRLD – “Godzilla”
  • Future ft. Drake – “Life Is Good”
  • Lady Gaga og Ariana Grande – “Rain On Me”
  • Taylor Swift – “The Man”
  • The Weeknd – “Blinding Lights”

Listamaður ársins

  • DaBaby
  • Justin Bieber
  • Lady Gaga
  • Megan Thee Stallion
  • Post Malone
  • The Weeknd

Lag ársins

  • Billie Eilish – "Everything I Wanted”
  • Doja Cat – “Say So”
  • Lady Gaga og Ariana Grande – “Rain On Me”
  • Megan Thee Stallion – “Savage”
  • Post Malone – “Circles”
  • Roddy Ricch – “The Box"

Besta samstarfið

  • Ariana Grande & Justin Bieber – “Stuck with U”
  • Black Eyed Peas ft. J Balvin – “RITMO (Bad Boys For Life)”
  • Ed Sheeran ft. Khalid – “Beautiful People”
  • Future ft. Drake – “Life Is Good”
  • Karol G ft. Nicki Minaj – “Tusa”
  • Lady Gaga og Ariana Grande – “Rain on Me”

Sumarlag ársins

  • Blackpink – "How You Like That"
  • Cardi B (featuring Megan Thee Stallion) – "WAP"
  • Miley Cyrus – "Midnight Sky"
  • DaBaby (featuring Roddy Rich) – "Rockstar"
  • DJ Khaled (featuring Drake) – "Popstar"
  • Doja Cat – "Say So"
  • Jack Harlow – "Whats Poppin"
  • Lil Baby (featuring 42 Dugg) – "We Paid"
  • Dua Lipa – "Break My Heart"
  • Megan Thee Stallion (featuring Beyoncé) – "Savage (Remix)"
  • Pop Smoke (featuring 50 Cent and Roddy Rich) – "The Woo"
  • Saint Jhn – "Roses"
  • Saweetie – "Tap In"
  • Harry Styles – "Watermelon Sugar"
  • Taylor Swift – "Cardigan"
  • The Weeknd – "Blinding Lights"

Besti nýliðinn

  • Doja Cat
  • Jack Harlow
  • Lewis Capaldi
  • Roddy Ricch
  • Tate McRae
  • Yungblud

Besta bandið

  • 5 Seconds of Summer
  • Blackpink
  • BTS
  • Chloe x Halle
  • CNCO
  • Little Mix
  • Monsta X
  • Now United
  • The 1975
  • Twenty One Pilots

Best í popptónlist

  • BTS – “On”
  • Halsey – “You Should Be Sad”
  • Jonas Brothers – “What a Man Gotta Do”
  • Justin Bieber ft. Quavo – “Intentions”
  • Lady Gaga og Ariana Grande – “Rain On Me”
  • Taylor Swift – “Lover"

Best í hip-hoppi

  • DaBaby – “Bop”
  • Eminem ft. Juice WRLD – “Godzilla”
  • Future ft. Drake – “Life Is Good”
  • Megan Thee Stallion – “Savage”
  • Roddy Ricch – “The Box”
  • Travis Scott – “Highest in the Room”

Best í rokki

  • Blink-182 – “Happy Days”
  • Coldplay – “Orphans”
  • Evanescence – “Wasted On You”
  • Fall Out Boy ft. Wyclef Jean – “Dear Future Self (Hands Up)”
  • Green Day – “Oh Yeah!”
  • The Killers – “Caution”

Best í „alternative“ tónlist

  • The 1975 – “If You're Too Shy (Let Me Know)”
  • All Time Low – “Some Kind Of Disaster”
  • Finneas – “Let’s Fall in Love for the Night”
  • Lana Del Rey – “Doin’ Time”
  • Machine Gun Kelly – “Bloody Valentine”
  • Twenty One Pilots – “Level of Concern”

Best í latin

  • Anuel AA ft. Daddy Yankee, Ozuna, Karol G & J Balvin – “China”
  • Bad Bunny – “Yo Perreo Sola”
  • Black Eyed Peas ft. Ozuna & J. Rey Soul – “Mamacita”
  • J Balvin – “Amarillo”
  • Karol G ft. Nicki Minaj – “Tusa”
  • Maluma ft. J Balvin – “Qué Pena”

Best í R&B

  • Alicia Keys – “Underdog”
  • Chloe x Halle – “Do It”
  • H.E.R. ft. YG – “Slide”
  • Khalid ft. Summer Walker – “Eleven”
  • Lizzo – “Cuz I Love You”
  • The Weeknd – “Blinding Lights”

Best í K-Pop

  • (G)I-DLE – “Oh My God”
  • BTS – “On”
  • EXO – “Obsession”
  • Monsta X – “Someone's Someone”
  • Tomorrow X Together – “9 and Three Quarters (Run Away)”
  • Red Velvet – “Psycho"

Besta myndbandið til góðs

  • Anderson .Paak – “Lockdown”
  • Billie Eilish – “All the Good Girls Go to Hell”
  • Demi Lovato – “I Love Me”
  • H.E.R. - "I Can't Breathe"
  • Lil Baby – “The Bigger Picture”
  • Taylor Swift – “The Man”

Besta myndbandið að heiman

  • 5 Seconds of Summer – “Wildflower”
  • Ariana Grande & Justin Bieber – “Stuck with U”
  • Blink-182 – “Happy Days”
  • Drake – “Toosie Slide”
  • John Legend – “Bigger Love”
  • Twenty One Pilots – “Level of Concern”

Besti flutningur í sóttkví

  • Chloe & Halle – “Do It” - MTV’s Prom-athon
  • CNCO – Unplugged At Home
  • DJ D-Nice – Club MTV presents #DanceTogether
  • John Legend – #togetherathome Concert Series
  • Lady Gaga – “Smile” - One World: Together At Home
  • Post Malone – Nirvana Tribute

Besta leikstjórn

  • Billie Eilish – “Xanny” – Leikstjórn: Billie Eilish
  • Doja Cat – “Say So” – Leikstjórn: Hannah Lux Davis
  • Dua Lipa – “Don't Start Now” – Leikstjórn: Nabil
  • Harry Styles – “Adore You” – Leikstjórn: Dave Meyers
  • Taylor Swift – “The Man” – Leikstjórn:  Taylor Swift
  • The Weeknd – “Blinding Lights” – Leikstjórn: Anton Tammi

Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef MTV






Fleiri fréttir

Sjá meira


×