Hræddur um að sjá nöfn geðfatlaðra vina sinna í dánarfregnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. ágúst 2020 20:04 Garðar Sölvi Helgason segir einangrun á tímum kórónuveirunnar hafa reynst geðfötluðum erfið Vísir/Sigurjón Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrast. „Ég er hræddur um félaga mína. Ég er alltaf með kvíðahnút í maganum þegar ég fæ blöðin á morgnana og kvíðinn felst í því að ég er alltaf dauðhræddur um að nú birtist dánarfregn einhvers náins vinar míns héðan,“ segir Garðar Sölvi Helgason. Garðar hefur verið með geðklofa frá unga aldri. Hann hefur verið fastagestur á Vin, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir í mörg ár. Vegna Kórónuveirufaraldursins hefur þjónusta verið skert á VIN, lokað var í nokkrar vikur þegar fyrri bylgja faraldursins gekk yfir og nú eru fjöldatakmarkanir í húsinu. Garðar segir þetta ýta undir einangrun sem geti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. „Það var nú í fréttunum í gær að sjálfsvíg væru að aukast og þetta er það sem ég hræðist mest. Ekki um sjálfan mig heldur um félaga mína, þess vegna er VIN alveg gríðarlega mikilvægt,“ segir Garðar. Það sé erfitt að geta ekki verið eins lengi og maður þarf með félögum sínum á VIN. „Þér er skammtaður tími. Það er í raun mjög slæmt. Mér er reyndar heimilt að hringja hvenær sem er og það er mjög mikilvægt að hafa slík úrræði,“ segir Garðar. „Mér hefur liðið illa og ég hef meira að segja hugsað að vera ekkert að streða þetta lengur, en allir eiga rétt til lífs og það versta sem þú gerir þeim sem eru í kringum þig er einmitt þetta að taka líf þitt ,“ segir Garðar. Starfsfólk VIN hringir reglulega í gestina og segir forstöðumaðurinn það hafa hjálpað mikið. Hún finni mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni. Fólk sé mun rólegra og líði almennt betur. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segist finna mikinn mun á ástandinu núna miðað við í fyrri bylgjunni.vísir/sigurjón Garðar segir nauðsynlegt að VIN verði ekki lokað aftur ef faraldurinn verður verri. „Ef þetta dregst á langinn þá verður bara að opna fleiri svona staði og sækja þá peninga sem þarf til þess í ríkisstjórn,“ segir Garðar Sölvi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira