Hertari sóttvarnarráðstafanir þýði röskun á skólastarfi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 13:43 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi. Hann ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar um skólastarfið í borginni á tímum Covid-19. Smit hefur komið upp í að minnsta kosti fimm grunnskólum í borginni á síðustu viku, nú síðast í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Formaður félags grunnskólakennara sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að mistök hafi verið gerð með sóttvarnir í upphafi skólaárs. Margir kennarar telji að sóttvarnarráðstafanir séu ekki nægar og að þeir séu í meiri smithættu en aðrir þjóðfélagshópar. Helgi hrósar starfsfólki skólanna og segir það hafa staðið sig afburðavel í að skipuleggja skólastarf innan þess ramma sem sóttvarnaryfirvöld setja. Hann segir að meginmarkmiðið sé að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er. „Við erum í dag að framkvæma okkar skóla- og frístundastarf á hættustigi ekki neyðarstigi. Það var raunin í vor og þá var neyðarstig í gildi og þá þurfti að grípa til mun harðari aðgerða en þörf er á í dag að mati sóttvarnaryfirvalda. Það má ekki gleyma því að ef við förum í eins stranga hólfun og var í vor þá þýðir það skerðing á skólastarfi, skólasókn barna og ungmenna. Það er eitthvað sem bæði sóttvarnaryfirvöld og menntamálayfirvöld, bæði hér á landi og um allan heim, mæla eindregið gegn. Við verðum að standa vörð um menntun og velferð barnanna okkar.“ Í gær fengu foreldrar barna í Melaskóla skeyti frá skólastjóranum þar sem fram kom að starfsmaður við skólann hafi greinst með kórónuveiruna. Rakningarteymi almannavarna ákvað í kjölfarið að fjórir starfsmenn til viðbótar skyldu einnig fara í tveggja vikna sóttkví. Helgi segir gríðarlega mikilvægt að bregðast skjótt og kröftuglega við ef grunur verður um smit. „Þar var maki sem var greindur [með veiruna] og viðkomandi starfsmaður var með einkenni og þá gripum við strax til þess ráðs að setja þá sem höfðu verið í mestu samstarfi við viðkomandi starfsmann í sóttkví og það var áður en smit var staðfest og áður en rakningarteymið fór í sína úrvinnslu. Þarna leiðbeindum við stjórnandanum að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að verja starfsmannahópinn sinn og það varð síðan niðurstaðan að við vorum með puttann á púlsinum og settum þá í varúðarsóttkví, nákvæmlega þá sem rakningarteymið síðan ákvað að þyrftu að fara í sóttkví.“ Helgi hefur trú á þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar í skólunum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Enn sem komið er séu engin dæmi um að smit hafi borist til starfsmannahópsins á síðustu vikum. „Það er starfsmaður sem hefur smitast í sínu einkalífi og kemur inn á vinnustað og síðan hefur verið brugðist við þeim ráðstöfunum sem stuðla að því að smit berist ekki út. Enn sem komið eru engar fréttir um útbreiðslu smits til þeirra sem eru í sóttkví“. Meginmarkmiðið í vetur er, að sögn Helga, að finna leiðir til að aðlaga líf okkar að faraldrinum og að vera viðbúin bæði smærri og stærri bylgjum veirunnar og reiðubúin að draga saman seglin með litlum fyrirvara ef þörf krefur. Aðalatriðið sé að reyna að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er „barnanna okkar vegna og samfélagsins vegna“. Hann segir reynsluna sem starfsfólk skólanna hafi fengið í vor geri það betur í stakk búið að takast á við veturinn „sem verður með lygnum sjó og brimi hugsanlega, einhvern tíman.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi. Hann ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar um skólastarfið í borginni á tímum Covid-19. Smit hefur komið upp í að minnsta kosti fimm grunnskólum í borginni á síðustu viku, nú síðast í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Formaður félags grunnskólakennara sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að mistök hafi verið gerð með sóttvarnir í upphafi skólaárs. Margir kennarar telji að sóttvarnarráðstafanir séu ekki nægar og að þeir séu í meiri smithættu en aðrir þjóðfélagshópar. Helgi hrósar starfsfólki skólanna og segir það hafa staðið sig afburðavel í að skipuleggja skólastarf innan þess ramma sem sóttvarnaryfirvöld setja. Hann segir að meginmarkmiðið sé að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er. „Við erum í dag að framkvæma okkar skóla- og frístundastarf á hættustigi ekki neyðarstigi. Það var raunin í vor og þá var neyðarstig í gildi og þá þurfti að grípa til mun harðari aðgerða en þörf er á í dag að mati sóttvarnaryfirvalda. Það má ekki gleyma því að ef við förum í eins stranga hólfun og var í vor þá þýðir það skerðing á skólastarfi, skólasókn barna og ungmenna. Það er eitthvað sem bæði sóttvarnaryfirvöld og menntamálayfirvöld, bæði hér á landi og um allan heim, mæla eindregið gegn. Við verðum að standa vörð um menntun og velferð barnanna okkar.“ Í gær fengu foreldrar barna í Melaskóla skeyti frá skólastjóranum þar sem fram kom að starfsmaður við skólann hafi greinst með kórónuveiruna. Rakningarteymi almannavarna ákvað í kjölfarið að fjórir starfsmenn til viðbótar skyldu einnig fara í tveggja vikna sóttkví. Helgi segir gríðarlega mikilvægt að bregðast skjótt og kröftuglega við ef grunur verður um smit. „Þar var maki sem var greindur [með veiruna] og viðkomandi starfsmaður var með einkenni og þá gripum við strax til þess ráðs að setja þá sem höfðu verið í mestu samstarfi við viðkomandi starfsmann í sóttkví og það var áður en smit var staðfest og áður en rakningarteymið fór í sína úrvinnslu. Þarna leiðbeindum við stjórnandanum að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að verja starfsmannahópinn sinn og það varð síðan niðurstaðan að við vorum með puttann á púlsinum og settum þá í varúðarsóttkví, nákvæmlega þá sem rakningarteymið síðan ákvað að þyrftu að fara í sóttkví.“ Helgi hefur trú á þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar í skólunum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Enn sem komið er séu engin dæmi um að smit hafi borist til starfsmannahópsins á síðustu vikum. „Það er starfsmaður sem hefur smitast í sínu einkalífi og kemur inn á vinnustað og síðan hefur verið brugðist við þeim ráðstöfunum sem stuðla að því að smit berist ekki út. Enn sem komið eru engar fréttir um útbreiðslu smits til þeirra sem eru í sóttkví“. Meginmarkmiðið í vetur er, að sögn Helga, að finna leiðir til að aðlaga líf okkar að faraldrinum og að vera viðbúin bæði smærri og stærri bylgjum veirunnar og reiðubúin að draga saman seglin með litlum fyrirvara ef þörf krefur. Aðalatriðið sé að reyna að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er „barnanna okkar vegna og samfélagsins vegna“. Hann segir reynsluna sem starfsfólk skólanna hafi fengið í vor geri það betur í stakk búið að takast á við veturinn „sem verður með lygnum sjó og brimi hugsanlega, einhvern tíman.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira