Svo gott sem hættir að verja Amasonfrumskóginn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 11:37 Hér má sjá svæði þar sem bændur brenndu frumskóginn til að nota landið undir ræktun nautgripa. AP/Andre Penner Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins. Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Yfirvöld Í Brasilíu virðast alfarið hætt að gera tilraunir til að vernda Amasonfrumskógarins gagnvart eldum, ólöglegu skógarhöggi, landbúnaði og annarri starfsemi. Þess í stað hefur Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gert her landsins að byggja vegi og brýr með því markmiði að hægt verði að nýta frumskóginn enn frekar. Frá því í maí, þegar alþjóðasamfélagið kallaði eftir aðgerðum í kjölfar gríðarstórra skógarelda, sendi Bolsonaro herinn á vettvang. Herinn hefur hins vegar ekki gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegar brennur eða skógarhögg, samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komust einnig að því að sektum fyrir brot á umhverfisverndarlögum hefur fækkað um næstum því helming á fjórum árum og að Geimvísindastofnun Brasilíu sé hætt að notast við gervihnetti til að finna ólöglega starfsemi en þeirri aðferð var ítrekað beitt áður fyrr. Sjá einnig: Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Eyðing Amasonfrumskógarins err nú áætluð um 17 prósent af hámarki hans og hefur hún aukist ár frá ári. Um tíu þúsund ferkílómetrar voru ruddir í fyrra, sem var þriðjungi meira en árið áður. Bolsonaro hefur verið kennt um það og er hann sagður hafa gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn. Vísindamenn óttast að frumskógurinn sé nálægt því að tapa svo mörgum trjám að hann geti ekki skapað nægilega rigningu til að viðhalda sjálfum sér. Amasonfrumskógurinn er miklvægur til þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga af mannavöldum sökum þess hve miklu magni af kolefni skógurinn gleypir í sig. Hætti frumskógurinn að geta viðhaldið sjálfum sér mun mikill meirihluti hans að endingu breytast í hitabeltisgresju. Áætlað er að ef núverandi þróun haldi áfram, verði ekki aftur snúið eftir fimmtán til 30 ár. Jair Bolsonaro hefur auki eyðingu Amasonfrumskógarins verulega.AP/Eraldo Peres Á árunum 2003 til 2011 þróaði ríkisstjórn Luiz Inácio Lula da Silva, þáverandi forseta, sérstaka stofnun, IBAMA, til að hægja á eyðingu Amasonfrumskógarins. Nánast allir eftirlitsaðilar sögðu það virka vel. Aðrar ríkisstjórnir, eins og ríkisstjórn Dilma Rousseff, sem tók við völdum 2012, hafa svo grafið undan IBAMA og gert eyðingu skógarins auðveldari. Michel Temer, næsti forseti, og Bolsonaro eru svo sagðir hafa haldið þeirri þróun áfram. Einu sinni störfuðu 1.300 menn hjá IBAMA. Þeir fóru um Amasonfrumskóginn og stöðvuðu ólöglega eyðingu hans. Síðasta áhlaup stofnunarinnar átti sér stað í apríl. Þá var ólögleg námustarfsemi stöðvuð. Í kjölfar þess voru tveir yfirmenn aðgerðarinnar þó reknir af umhverfisráðuneyti Brasilíu. Ástæðan sem gefin var upp var „pólitísk hlutdrægni“ þeirra. Bolsonaro hefur nú sett alla starfsmenn IBAMA undir stjórn hersins.
Brasilía Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira