„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 23:30 Allt á rúi og stúi. AP Photo/Eric Gay Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira