Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 11:35 Hér má sjá myndir af þær systrum. Facebook/Justice for Sarah and Amina Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til. Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til.
Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira