HK-ingurinn Birnir Snær Ingason hefur farið á kostum í síðustu heimaleikjum Kópavogsliðsins.
Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk fyrir HK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur á Gróttu í mikilvægum leik í neðri hluta Pepsi Max deildar karla.
Þetta var þriðji heimsigur HK-inga í röð og þeir eiga það allir sameiginlegt að Birnir Snær Ingason hefur verið á skotskónum.
Birnir Snær Ingason hefur nú skorað fimm mörk í síðustu þremur heimaleikjum HK, sigurmarkið á móti Blikum, tvö mörk í 3-1 sigri á Fjölni og svo tvö mörk í 3-0 sigri á Gróttu í gær.
Þessi fimm mörk eru jafnframt einu mörkin hans Birnis í Pepsi Max deildinni í sumar.
Birnir Snær Ingason skoraði líka bæði mörkin sín í deildinni í fyrra í Kórnum en þó fyrir sitthvort félagið.
Birnir Snær byrjaði tímabilið með Val og skoraði þannig sigurmark Hlíðarendafélagsins í 2-1 sigri á HK í Kórnum,
HK-ingar fengu síðan Birni frá Val 1. ágúst 2019 og eina deildarmarkið hans fyrir HK síðasta sumar kom í 4-1 sigri á KR í Kórnum.
Sjö síðustu mörk Birnis Snæs Ingasonar í Pepsi Max deildinni hafa því komið í Kórnum og þau hafa komið í tíu leikjum hans í húsinu.
Birnir Snær hefur aftur á móti spilað 29 deildarleiki í röð utan Kórsins án þess að skora.
Birnir Snær Ingason í Pepsi Max deildinni 2019-20
- Í Kórnum
- 2019: 2 mörk í 4 leikjum
- 2020: 5 mörk í 6 leikjum
- Samtals: 7 mörk í 10 leikjum
- Utan Kórsins
- 2019: 0 mörk í 14 leikjum
- 2020: 0 mörk í 6 leikjum
- Samtals: 0 mörk í 20 leikjum